Kynning á norðurslóðastofnunum að Borgum

Bæjarstjóri,bæjarfulltrúar og starfsfólk norðurslóðastofnanna að Borgum.
Bæjarstjóri,bæjarfulltrúar og starfsfólk norðurslóðastofnanna að Borgum.

Bæjarstjóra og bæjarfulltrúum var í vikunni boðið að heimsækja Borgir og fá kynningu á starfsemi norðurslóðastofnanna sem þar eru staðsettar. Fyrst tóku á móti hópnum Embla Eir Oddsdóttir hjá Heimskautaréttastofnun og Norðurslóðaneti Íslands og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri og kynntu þau formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og viðburði tengda formennskutíð Íslands.


Að þeirri kynningu lokinni lá leiðin upp á sjöundu hæð þar sem Guðrún Rósa Þorsteinsdóttir og Rachael Lorna Johnstone kynntu starfsemi Háskólans á Akureyri í tengslum við norðurslóðamál, Embla Eir Oddsdóttir sagði frá Heimskautaréttastofnun og Norðurslóðanet Íslands, Katrín Björg Ríkarðsdóttir og Embla Eir sögðu frá verkefninu Gender in the Arctic, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir sagði frá starfi Rannsóknamiðstöðvar Ferðamála og Allen Pope sagði frá IASC (International Arctic Science Committee). Á fimmtu hæð kynntu Níels Einarsson og Jón Haukur Ingimundarson starfsemi Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Tom Barry kynnti starfsemi CAFF ( The Conservation of Arctic Flora and Fauna ) og Soffía Guðmundsdóttir starfsemi PAME (The Protection of the Arctic Marine Environment Working Group). Að síðustu var komið við á fjórðu hæðinni þar sem Sunna Björk Ragnarsdóttir kynnti starfsemi Náttúrufræðistofnunar og Rannsóknastöðvarinnar Rif.

Eftir að hafa fengið þessar kynningar fóru fram umræður um Akureyri sem Norðurslóðamiðstöð Íslands og voru umræðurnar leiddar af Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan