Kynning á aðgerðaáætlun gegn hávaða á Akureyri, 2018-2023

Í reglugerð um hávaða nr. 1000/2005 eru mörk hávaða frá umferð, atvinnustarfsemi o.fl. skilgreind. Hljóðstig hefur verið reiknað út frá umferð á öllum helstu umferðargötum í íbúðabyggð á Akureyri og þannig hefur hávaði frá umferð á Akureyri verið kortlagður. Aðgerðaráætlun hefur verið unnin út frá niðurstöðum kortlagningarinnar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 20. mars 2019 aðgerðaáætlunina gegn hávaða 2018-2023 en kortlagning gefur til kynna að umferðarhávaði fer yfir viðmiðunargildi reglugerðarinnar við ákveðna hluta íbúðabyggða.
Aðgerðaáætlunin liggur frammi í þjónustuveri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9, 1. hæð, til 1. maí 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér áætlunina.

Einnig er hægt að skoða áætlunina hér.

Ábendingum er hægt að skila skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

 

3. apríl 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan