Kosning um skipulag Oddeyrar: Allar upplýsingar á einum stað

Svæðið sem um ræðir afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í n…
Svæðið sem um ræðir afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri.

Ráðgefandi íbúakosning um breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar verður haldin 27.-31. maí næstkomandi. Opnað hefur verið sérstakt vefsvæði hér á heimasíðunni þar sem er að finna allar helstu upplýsingar um málið.

Markmiðið er að kanna viðhorf og vilja fólks gagnvart uppbyggingu á svæðinu og því er mikilvægt að sem flestir taki þátt. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið vel og kjósa í samræmi við bestu sannfæringu.

Á vefsvæðinu er hægt að kynna sér kostina sem valið er á milli, skoða myndir sem sýna mögulegt byggingarmagn miðað við mismunandi útfærslur, lesa um ferli málsins frá því fyrstu hugmyndir voru kynntar og skoða svör við algengum spurningum.

Smelltu hér til að skoða vefsvæðið.

Íbúar sveitarfélagsins, 18 ára og eldri, geta kosið í gegnum þjónustugáttina sem er aðgengileg hér á heimasíðunni. Til að komast þar inn þarf Íslykil eða rafræn skilríki. Nánari leiðbeiningar verða birtar áður en kosning hefst.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan