Könnun um ungmennaráð Akureyrarbæjar

Akureyrarbær hlaut fyrr á árinu viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag fyrir markvissa innleiðingu …
Akureyrarbær hlaut fyrr á árinu viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag fyrir markvissa innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og gegndi Ungmennaráð lykilhlutverki í þeirri vinnu.

Mynd: UNICEF/Steindór

Akureyrarbær kortleggur um þessar mundir viðhorf barna og ungmenna til ungmennaráðs sveitarfélagsins.

Stutt netkönnun var send til nemenda í gegnum alla grunnskóla á Akureyri og framhaldsskólana tvo, VMA og MA. Í könnuninni er meðal annars spurt um þekkingu á ungmennaráði og áhuga á að taka þátt í störfum þess. Ágætlega gengur að safna svörum, en könnunin verður opin út þessa viku. 

Markmiðið er að safna upplýsingum sem geta nýst við frekari kynningu á ungmennaráði og til að auka lýðræðislegt hlutverk þess. 

Fulltrúar í ungmennaráðinu verða auk þess með kynningar í grunn- og framhaldsskólum bæjarins á næstu vikum, sem undanfari að skipan nýrra fulltrúa í ráðið en fljótlega verður óskað eftir áhugasömum þátttakendum. 

Hér eru almennar upplýsingar um ungmennaráð og hér eru fundargerðir ráðsins. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan