Komum öll í Rósenborg

Næsta fimmtudag, 20. september, verður opið hús í Rósenborg frá kl. 16-19. Starfsemin í húsinu verður kynnt fyrir gestum og gangandi, boðið upp á lifandi tónlist, heitt kakó og kleinur.

Það er samfélagssvið Akureyrarbæjar sem hefur starfsemi í Rósenborg en undir sviðið heyra æskulýðs- og forvarnarmál, tómstundir, íþróttamál, jafnréttis- og mannréttindamál og einnig Akureyrarstofa sem hefur með höndum ferða-, menningar-, atvinnu- og kynningarmál.

Á fimmtudaginn er fólki boðið að heimsækja þetta fornfræga hús sem teiknað er af Guðjóni Samúelssyni, skoða húsakynnin og fræðast um leið um þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Kennarar Punktsins kynna námskeið vetrarins, skyggnst verður inn í undraheima Félagsmiðstöðva Akureyrar, ungt tónlistarfólk stígur á stokk víðsvegar um húsið og opið verður á sumarsýningu Ungmennahússins, ásamt með fleiru.

Allir velkomnir frá kl. 16-19 á fimmtudaginn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan