Kíktir þú á drögin að íbúasamráðsstefnu?

Frestur til að leggja fram ábendingar eða athugasemdir við drög að stefnu Akureyrarbæjar um íbúasamráð rennur út í dag.

Skorað er á bæjarbúa að kynna sér stefnuna og gera athugasemdir við hana ef þörf er á.

Stefnan gerir ráð fyrir því að íbúasamráð verði sjálfsagður og mikilvægur þáttur í verklagi Akureyrarbæjar við ákvarðanatöku, stefnumótun og þróun þjónustu. Með því að leita markvisst eftir sjónarmiðum íbúa, og beita til þess fjölbreyttum aðferðum, er tilgangurinn að auka möguleika fólks til áhrifa og veita röddum ólíkra hópa aukið vægi. Einnig er markmiðið að stuðla að upplýstri umræðu og bæta ákvarðanir með því að nýta þá þekkingu sem samfélagið býr yfir.

Stefnan skiptist í fjóra meginflokka: Markvisst íbúasamráð, fjölbreyttar aðferðir, gagnsæi og miðlun og endurgjöf.

Óskað er eftir ábendingum og hugmyndum frá íbúum í gegnum rafræna samráðsvettvanginn Okkar Akureyri.

Ábendingafrestur rennur út á miðnætti í dag, 22. september.

Heimasvæði íbúasamráðs á Akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan