Kertafleyting við Leirutjörn í kvöld

Árleg kertafleyting verður við Leirutjörnina á Akureyri, austan við Minjasafnið, í kvöld, föstudag, til að minnast kjarnorkusprengjanna sem var varpað á Hiroshima og Nagasaki 1945.

Kertum hefur verið fleytt á Íslandi, bæði á Akureyri og í Reykjavík, um þetta leyti í mörg ár til minningar um fórnarlömb árásanna. 

Viðburðurinn hefst klukkan 22 í kvöld.

Wolfgang Frosti Sahr framhaldsskólakennari flytur ávarp. Kerti verða seld á staðnum.

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi standa fyrir kertafleytingunni og má finna nánari upplýsingar á Facebook-síðu viðburðarins.  

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan