Karlmenn og krabbamein í Hofi

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður til málþings fimmtudaginn 14. mars kl.16-18 í Menningarhúsinu Hofi undir yfirskriftinni: Karlmenn og krabbamein.

Markmið málþingsins er að fræða karlmenn um algeng einkenni krabbameina og er hluti af vitundarvakningu um krabbamein hjá karlmönnum.

Dagskrá:

  • Karlakór Akureyrar – Geysir
  • Opnunarávarp: Starfsmenn KAON og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri
  • Krabbamein í karlmönnum, einkenni: Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir
  • Reynslusaga: Ingimar Jónsson
  • Breytingar á sjálfsmynd karlmanna í veikindum: Dr. Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur hjá KÍ
  • Karlaklefinn: Guðmundur Pálsson, vefstjóri Krabbameinsfélags Íslands
  • Fyrirspurnir og umræður
  • Karlakór Akureyrar – Geysir

Fundarstjóri: Friðbjörn Reynir Sigurðsson, lyf- og krabbameinslæknir.

Ljósmyndasýningin Meiri Menn, sem unnin var í tengslumi við Mottumars verður til sýnis á málþinginu.

Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning á kaon@krabb.is.

Vinnustaðir og vinahópar eru hvattir til að skrá sína menn og fjölmenna.

Að málþinginu standa Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, Krabbameinsfélag Íslands, Norðurorka, N4, Akureyrarstofa og JMJ Herradeild.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan