Káinn kveðinn á Sigurhæðum

Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri heldur opinn kyningarfund á Sigurhæðum í kvöld, miðivikudaginn 7. apríl kl. 20. Þar munu félagar kynna kveðanda og rímnakveðskap. Félagið var stofnað fyrir fimm árum og hefur verið jafn stígandi í starfsemi þess.

Fundinn ber upp á fæðingardag kímniskáldsins Káins, en fullu nafni hét hann Kristján Níels Jónsson. Hann fæddist á Akureyri 1860, en flutti ungur til Kanada. Afmælisbarnið kemur við sögu í kveðskap Gefjunarmanna á Sigurhæðum, en Káinn var alla tíð skemmtinn í kveðskap sínum. Hann var ekki mikill bindindismaður, nema síður væri. Það kemur glöggt fram í vísu sem hann orti til konu nokkurrar, sem hafði gert ítrekaðar en mislukkaðar tilraunir til að "þurrka" skáldið:

Bakkus gamli gaf mér smakka
gæðin bestu, öl og vín.
Honum á ég það að þakka,
að þú ert ekki konan mín.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?