Jónsmessuhátíð á Akureyri

Jónsmessuhátíð á Akureyri hefst á laugardaginn, 22. júní, kl. 12 á hádegi og stendur viðstöðulaust í 24 klukkustundir.

Margt forvitnilegt og jafnvel sérkennilega skemmtilegt er á dagskrá og víst að auðvelt verður að breyta vökunótt á sumarsólstöðum í upplífgandi gleði fyrir þá sem kunna að slaka, lifa og njóta.

Það eru góðfúsleg tilmæli til þeirra sem njóta dagskrárinnar að deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #jonsmessuhatid.

Hér gefur að líta dagskrá Jónsmessuhátíðar á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan