Jólatré fjarlægð í næstu viku

Starfsmenn bæjarins fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk í næstu viku, 6.-10. janúar. Einnig verða gámar staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bónus Naustahverfi, Bónus Langholti og verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð þar sem verður hægt að losa sig við tré.

Fólk getur sömuleiðis sett notaða flugelda við lóðarmörk og verða þeir fjarlægðir um leið. Ef fólk kýs að henda flugeldarusli sjálft þá fer það í almennt sorp, en ekki í endurvinnslu.

Hjálpumst að við að hreinsa bæinn okkar eftir jól og áramót og halda honum hreinum. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan