Jól og áramót í Grímsey

Mynd: Anna María Sigvaldadóttir
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Þótt það búi ekki mjög margir í Grímsey þá verður samt ýmislegt þar á seyði yfir hátíðarnar.

Í dag, föstudaginn 21.desember, bjóða kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn upp á jólahlaðborð fyrir alla íbúa.

Á milli jóla og nýárs verður haldið jólaball þar sem jólasveinar stíga dansinn með jafnt ungum sem öldnum.

Föstudaginn 28. desember verður jólamessa í Miðgarðskirkju kl. 14.00 þar sem séra Magnus Gunnarsson og séra Oddur Bjarni Þorkelsson þjóna til altaris.

Á gamlárskvöld sér Kiwanisklúbbur eyjarinnar um áramótabrennu sem hefst kl. 20.00 auk þess sem skotið verður upp flugeldum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan