Íþróttastefna samþykkt í bæjarstjórn

Mynd úr íþróttastefnunni.
Mynd úr íþróttastefnunni.

Ný stefna Akureyrarbæjar og ÍBA í íþróttamálum til ársins 2022 var samþykkt í bæjarstjórn þriðjudaginn 6. febrúar.

Stefnan byggir á framtíðarsýn í íþróttamálum Akureyringa þar sem áhersla er lögð á almenningsíþróttir, lýðheilsumál, samvinnu íþróttafélaga, íþróttaaðstöðu, afreksstarf, samspil íþrótta og skóla og íþróttir og ferðaþjónustu.

Í stefnumótunarvinnunni var haldinn stefnumótunarfundur með forsvarsmönnum íþróttamála á svæðinu og opinn íbúafundur var í Hofi þar sem íbúum gafst færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Eldri íþróttastefna bæjarins var frá árinu 2010. Í framhaldi af samþykkt stefnunar hefst nú vinna við gerð aðgerðaráætlunar.

Stefna Akureyrarbæjar og ÍBA í íþróttamálum til ársins 2022.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan