Innritun í leikskóla að hefjast

Nú í marsmánuði fer fram innritun í leikskóla fyrir haustið 2022. Foreldrar sem eiga umsóknir fyrir börn sín fædd 31. ágúst 2021 og fyrr mega því eiga von á innritunarpósti frá leikskólunum á næstu vikum. Þeim er jafnframt bent á að möguleiki er á að tölvupóstþjónustan þeirra flokki innritunarpósta sem ruslpóst.

Sjá líka frétt frá 10. janúar: Innritun í leikskóla 2022

Nánari upplýsingar veitir Sesselja Sigurðardóttir, leikskólaráðgjafi hjá fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar, í netfanginu sesselja@akureyri.is