Innritun í 1. bekk fer fram í febrúar

Er barnið þitt að byrja í 1. bekk?
Er barnið þitt að byrja í 1. bekk?
Í febrúar fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar haustið 2025. Sótt er um grunnskóla á vefsíðu sveitarfélagsins. Hér kemstu beint inn í umsóknarformið.
 
Finna má allar upplýsingar um grunnskólana á Akureyri á heimasíðu fræðslu- og lýðheilsusviðs.
 
Opið hús í grunnskólunum verður haldið dagana 25. og 26. febrúar 2025. Foreldrum barna sem hefja nám í haust gefst þar tækifæri til að heimsækja skólana, kynna sér starfsemi þeirra og hitta starfsfólk. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri og kynna sér dag- og tímasetningar fyrir hverja heimsókn.

Opið hús í grunnskólum:

Þriðjudagur 25. febrúar 2025
Lundarskóli kl. 09:00-10:00
Brekkuskóli kl. 10:0-11:00
Naustaskóli kl. 11:00-12:00
 
Miðvikudagur 26. febrúar 2025
Síðuskóli kl. 9:00-10:00
Glerárskóli kl. 10:00-11:00
Giljaskóli kl. 11:00-12:00
Oddeyrarskóli kl. 12:00-13:00
Hríseyjarskóli kl. 11:00-12:00
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan