Hvert fara peningarnir okkar?

Fundurinn verður haldinn í Brekkuskóla.
Fundurinn verður haldinn í Brekkuskóla.

Íbúum er boðið til kynningar og umræðna um starfsemi og stærstu verkefni sveitarfélagsins. Tilgangurinn er að kynna fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar á mannamáli. Fundurinn verður haldinn annað kvöld, miðvikudag, kl. 20 í sal Brekkuskóla. 

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun og framkvæmdayfirlit 2020-2023 var í bæjarstjórn þann 5. nóvember. Var áætluninni vísað til frekari yfirferðar í bæjarráði og verður svo tekin fyrir aftur og til samþykktar í bæjarstjórn í byrjun desember. Fjárhagsáætlun er mikilvægt og stefnumótandi skjal sem gefur ákveðna vísbendingu um stöðu og horfur sveitarfélaga og hvað ber hæst á komandi misserum. 

Á fundinum verður farið yfir helstu atriði í rekstri, þjónustu og starfsemi næsta árs. Eins verður fjallað um yfirstandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar. Er þetta kjörið tækifæri til að fræðast, spyrja spurninga og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Ekki þykir öllum þægilegt að spyrja spurninga í stórum hópi. Til að bregðast við því verður fundargestum einnig gert kleift að nota símana sína til þess að koma spurningum áleiðis, á meðan fundinum stendur, í gegnum vefsíðuna www.sli.do.

Öll eruð þið hjartanlega velkomin og hvött til að mæta. Kaffi og kræsingar í boði. 

Hér er Facebook viðburður vegna fundarins. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan