Hvernig umhverfisvænar samgöngur geta flætt um bæinn

Smáforritið Flæði er nú tilbúið til notkunar. Með því er fólki auðveldað að komast leiðar sinnar með því að tengja saman í eitt flæði ýmsa umhverfisvæna ferðamáta hvort sem farið er með strætó, rafskútum frá Hopp, hjólandi og/eða gangandi.

Um er að ræða samevrópskt nýsköpunarverkefni á vegum EIT Urban Mobility sem Akureyrarbær og Vistorka hafa unnið að með franska sprotafyrirtækinu Instant System. Markmiðið verkefnisins er einmitt að para saman sveitarfélög og sprotafyrirtæki til að finna nýjar lausnir sem styðja við breyttar ferðavenjur.

Smáforritið verður aðgengilegt í sumar og í sumarlok verður tekin ákvörðun um áframhaldandi samstarf.

Verði fólk vart við galla í forritinu er það beðið að senda Ísak Má Jóhannessyni, verkefnastjóra úrgangs- og loftlagsmála, ábendingar á netfangið isakj@akureyri.is.

Þið finnið Flæði fyrir símann ykkar á appsíðum stýrikerfanna fyrir Android og Apple.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan