Hvannavellir 10 – 14 - Skipulagslýsing

Hafin er vinna við nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hvannavelli 10, 12, 14 og 14b.

Skipulagssvæðið er hluti svæðis sem merkt er sem reitur VÞ5 í gildandi aðalskipulagi. Svæðið afmarkast af götunum Hvannavöllum í vestri, Furuvöllum í norðri, lóðamörkum Hvannavalla 10-14b og Furuvalla 1 ásamt Sólvöllum 9-15 í austri og stíg sem liggur á milli Hvannavalla 8 og 10 í suðri. Skipulagssvæðið er 0,9 ha að stærð.

Markmið með deiliskipulaginu er að skoða möguleika á þéttingu byggðar á svæðinu. Skilgreindir verða byggingarreitir á núverandi lóðum og sett ákvæði varðandi viðbyggingar við núverandi hús eða endabyggingar húsa. Þá verður gerð grein fyrir lóðamörkum, aðkomuleiðum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða verður til að skilgreina í deiliskipulagi. Á lóð Hvannavalla 10 verður gert ráð fyrir nýju fjögurra hæða fjölbýlishúsi með inndreginni fimmtu hæð. Gert er ráð fyrir 23 íbúðum í húsinu og samtals 23 bílastæðum; 16 í bílakjallara og 7 innan lóðar.

Skipulagslýsinguna má nálgast hér. Lýsingin verður auk þess aðgengileg á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 12. janúar til 2. febrúar 2022.
Hægt er að skila inn ábendingum varðandi skipulagslýsinguna á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis á Skipulagsdeild, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til 2. febrúar 2022.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan