Hvannavallareitur – Glerárgata 36 – Tillaga að deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi sem nær til lóðar nr. 36 við Glerárgötu ásamt aðliggjandi götum.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að heimilt verði að rífa núverandi byggingar á norðurhluta lóðarinnar, meðfram Glerárgötu verði tvö hús fjögurra og fimm hæða, samtengd með einnar hæða tengibyggingum. Tveggja hæða verslunarhús verður meðfram Tryggvabraut og austast á lóðinni er gert ráð fyrir verslunarhúsi á einni hæð. Lóðarmörkum er breytt svo rými verði fyrir endurbætta Tryggvabraut og gert er ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Tryggvabrautar og Hvannavalla. Skerðing verður á lóðum 3, 5 og 10 við Tryggvabraut til þess að rýma fyrir hringtorgi.
Hægt er að skoða tillöguna hér.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 5. ágúst 2020 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

24. júní 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan