Hvað á að gera við jólatré og flugeldarusl?

Ljósmynd: Berglind Mari Valdemarsdóttir.
Ljósmynd: Berglind Mari Valdemarsdóttir.

Þegar lifandi jólatré hafa þjónað sínu hlutverki er mikilvægt að koma þeim í réttan farveg og sama gildir um rusl sem verður til vegna flugelda.

Í byrjun janúar verður gámum fyrir jólatré komið fyrir við báðar verslanir Bónuss, við Hagkaup, verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð og Hrísalund.

Gámum fyrir flugeldarusl verður komið fyrir við báðar verslanir Bónuss sem og við húsnæði björgunarsveitarinnar Súlna við Hjalteyrargötu.

Íbúar bæjarins eru eindregið hvattir til að nota þessa gáma. Hjálpumst að við að hreinsa til eftir hátíðarnar og koma ruslinu rétta leið. Skiljum ekkert eftir, hvorki við heimili né annars staðar í bæjarlandinu.

Flugeldarusl og jólatré verða ekki tekin við lóðamörk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan