Hundaeigendur athugið!

Þessir fallegu hundar tengjast fréttinni ekki beint
Þessir fallegu hundar tengjast fréttinni ekki beint

Að gefnu tilefni vill dýraeftirlit Akureyrarbæjar minna á að samkvæmt 11. gr. samþykktar um hundahald á Akureyri nr. 321/2011 er hundaeigendum skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.
Einnig vill Akureyrarkaupstaður minna á að lausaganga hunda í bæjarlandinu er með öllu óheimil samkvæmt sömu grein samþykktar um hundahald á Akureyri.
Þá skal á það minnt að ekki er leyfilegt að halda hund í lögsagnarumdæmi Akureyrarkaupstaðar án leyfis, samanber samþykkt um hundahald á Akureyri, nr. 321/2011.