Hugað að líðan eldra fólks eftir Covid-19

Mynd: Anders Peter.
Mynd: Anders Peter.

Búsetusvið hefur fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að ráða þrjá starfsmenn sem sinna símhringingum til eldra fólks næstu fimm vikurnar.

Markmið verkefnisins er að huga að líðan eldra fólks og gefa því tækifæri til að spjalla um stöðu sína eftir þann tíma sem á undan er genginn. Þannig er veittur stuðningur og hvatning til að efla félagslega þátttöku. Hringt verður í einstaklinga og þeim boðin heimsókn.

Stór hópur fólks fór í verndarsóttkví þegar staðan vegna faraldursins var hvað verst hér á landi, hitti ekki sína nánustu vikum saman og dró þá úr allri félagslegri virkni. Þegar hringt var í alla 80 ára og eldri í samvinnu við HSN, kom í ljós að fólk fann fyrir mikilli öryggistilfinningu að vita til þess að það væri verið að fylgjast með. Langflestir úr hópnum mátu stöðu sína nokkuð góða, sögðust fá aðstoð frá ættingjum og vinum. Í kjölfar tilslakana á aðgerðum breyttust hugsanlega þær aðstæður og óöryggi jókst fyrir komandi tíma.

Með þessu sérátaki er hægt að ná til fólks sem er óöruggt eftir COVID-19 faraldurinn og hugsanlega draga úr einangrun og óöryggi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan