Hreinn bær, fagur bær

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Akureyrarkaupstaður kostar miklu til að halda strætum og stígum bæjarins snyrtilegum og fallegum. Götur eru sópaðar, illgresi reytt úr beðum og opin svæði slegin og hirt. Akureyri hefur enda stundum hlotið sæmdarheitið "fegursti bær landsins" en til þess að bærinn verðskuldi það, þurfa allir að leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Það er samfélagsleg skylda okkar sem í þessum bæ búum að ganga vel um og koma í veg fyrir sóðaskap.

Nokkuð hefur borið á því að fólk sem leggur á sig talsvert erfiði og kostnað við að gera lóðir sínar enn fegurri með alls kyns framkvæmdum, hugi ekki nægilega vel að því að taka til utan lóðarmarka eftir framkvæmdirnar. Bæjarbúar eru því hvattir til að ganga vel frá eftir sig innan lóða sem utan, sópa stéttar, hreinsa gras af götum o.s.frv.

Fólk sem er iðjusamt við að hreinsa rusl og snyrta tré og runna í garðinum sínum, verður öðrum ósjálfrátt hvatning til að taka til hendinni.

Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan