Hraðastýring á útivistarstíg í Naustaborgum

Grænu punktarnir sýna staðsetningu hliðanna.
Grænu punktarnir sýna staðsetningu hliðanna.

Sett verða upp tvö hlið og legu stíga breytt lítillega til að draga úr hraða á fjölfarinni útivistarleið í Naustaborgum. Hliðin verða sett upp sitt hvoru megin við reiðleið sem þverar stíg við norðausturhorn útivistarsvæðisins.

Stígurinn er mikið notaður allan ársins hring af gangandi, hlaupandi og hjólandi fólki auk þess sem þetta er vinsæl gönguskíðaleið á veturna.
Sett verða upp vönduð timburhlið sem eru hönnuð til að vera alltaf opin notendum svæðisins með 130cm gati. Áður en komið er að hliðinu er farið um stýringu sem er um 3m breið. Þess fyrir utan verður opnanlegt 3,5-4m hlið sem er hugsað fyrir vinnutæki, t.d. snjótroðara, og aðkomu bráðaliða.

Jafnframt verður legu stíganna breytt lítillega til að minnka hraðann áður en komið er að hliðinu frá Naustaborgum. 

Hliðin verða svipuð öðrum sem eru í notkun í dag á reiðleiðum. Markmiðið er að draga úr hraða og stuðla að bættu öryggi allra en um leið tryggja aðgengi ólíkra notendahópa svæðisins.

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í næstu viku. Rétt er að hvetja fólk til að fara varlega um svæðið og sýna tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan