Hópferðir til Hríseyjar

Ferðamálafélag Hríseyjar hefur í samvinnu við Akureyrarstofu hrundið af stað átaki til að laða smærri og stærri hópa til eyjarinnar. Lögð er áhersla á að kynna þá fjölbreyttu þjónustu sem gestum Hríseyjar stendur til boða, aðstöðu til fundarhalda og um leið hversu kjörin eyjan er til útivistar.

Athygli starfsmanna- og/eða vinahópa er vakin á því að það er lítið mál að komast út í Hrísey og það getur verið gott að þjappa hópnum saman í leik og starfi í nýju umhverfi sem er orkuríkt og nærandi. Það tekur aðeins um 15 mínútur að sigla frá Árskógssandi út í eyju og rétt um 30 mínútur að keyra frá Akureyri að Árskógssandi. Í Hrísey eru stikaðar gönguleiðir um austur- og norðurhluta eyjarinnar og þar er meðal annars að finna svokallaða orkulind sem kunnugir segja kyngimagnaða.

Komdu með hópinn út í Hrísey - kynning Ferðamálafélags Hríseyjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan