Höfðahlíð lokuð að hluta vegna framkvæmda

Höfðahlíð er að hluta lokuð almennri bílaumferð frá og með deginum í dag, 26. júlí, vegna framkvæmda. Kaflinn sem lokunin nær til er á milli Skarðshlíðar og Háhlíðar (sjá mynd). 

Opið verður fyrir umferð þeirra sem vinna á svæðinu, vinnutækja, íbúa í Drangshlíð og Hvammshlíð, auk þess sem strætó og viðbragðsaðilum verður gert kleift að komast um götuna. 

Gestum Glerárlaugar er bent á hjáleið um Melgerðisás. 

Ekki er alveg ljóst á þessari stundu hversu lengi lokunin varir en hugsanlegt er að það verði í allt að þrjár vikur. 

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á svæðinu í kringum Glerárskóla sem hafa í för með sér takmarkanir á bílaumferð. Unnið er að því að byggja leikskólann Klappir, gera nýtt plan við Drangshlíð, endurgera neðra bílastæðið við Glerárskóla, auk þess sem framkvæmdir eru hafnar við nýjan körfuboltavöll - Garðinn hans Gústa.  

Sjá einnig: Leikskólinn Klappir og Garðurinn hans Gústa

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan