HM kvenna í íshokkí að hefjast

Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí 2020 hefst sunnudaginn 23. febrúar í Skautahöllinni á Akureyri.

Fyrsti leikur íslenska liðsins er á sunnudag og mótaðilinn er Ástralía.

Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Ástralía, Króatía, Ukraína, Nýja Sjáland og Tyrkland. Nánari upplýsingar um miðasölu, streymi frá leikjum og dagskrá er að finna á heimasíðu Íshokkísambands Íslands.

Liðin eru í 2. deild og há harða baráttu um að komast upp um deild. Stuðningur við stelpurnar okkar skiptir miklu máli og því eru bæjarbúar hvattir til að mæta á leiki íslenska liðsins og hvetja það til sigurs. Tveir þriðju hlutar íslenska liðsins eru Akureyringar.

Leikir Íslands;

Ísland – Ástralía 23. febrúar kl. 20.00
Ísland – Nýja Sjáland 24. febrúar kl. 20.00
Ísland – Tyrkland 26. febrúar kl. 20.00
Ísland – Croatía 27. febrúar kl. 20.00
Ísland – Ukraína 29. febrúar kl. 17.00

Landslið kvenna 2020:

Alexandra Hafsteinsdóttir
Anna Sonja Ágústsdóttir
Berglind Rós Leifsdóttir
Birta Júlía Þorbjörnsdóttir
Brynhildur Hjaltested
Elín Darkoh Alexdóttir
Eva María Karvelsdóttir
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Herborg Rut Geirsdóttir
Hilma Bóel Bergsdóttir
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir
Karítas Sif Halldórsdóttir
Kolbrún María Garðarsdóttir
Kristín Ingadóttir
Ragnhildur Kjartansdóttir
Saga Margrét Sigurðardóttir
Sarah Smiley
Sigrún Agatha Árnadóttir
Silvía Rán Björgvinsdóttir
Sunna Björgvinsdóttir
Teresa Regína Snorradóttir

Þjálfarar eru Jón Benedikt Gíslason og Sami Petteri Lehtinen.
Liðsstjóri: Brynja Vignisdóttir.
Tækjastjóri: Hulda Sigurðardóttir.
Kírópraktor: Margrét Ýr Prebensdóttir.
Sálfræðingur: Richard Tahtinen.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan