Hluti Skarðshlíðar lokaður

Skarðshlíð er lokuð frá Fosshlíð norður fyrir gatnamótin við Borgarhlíð. Íbúar við Borgarhlíð komast fram hjá lokuninni eftir hjáleið inn á bílastæði við Sunnuhlíð.

Verið er að jarðvegsskipta í götunni því hún er orðin mjög sigin og þarf að rétta hana af. Þegar búið verður að jarðvegsskipta þessum hluta verður búturinn malbikaður áður en öll gatan verður malbikuð frá Fosshlíð að Sunnuhlíð. Áætlað er að öll gatan verði malbikuð í lok næstu viku.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan