Hlíðarfjall og strætó

Nægur snjór og blár himinn. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
Nægur snjór og blár himinn. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.

Veðrið hefur verið fádæma gott í dag og margir sem vilja njóta þess á skíðum. Opið er í Hlíðarfjalli frá kl. 13-19 en með skertri þjónustu vegna Covid-19 og reglum sem gestir svæðisins eru beðnir að virða.

Strætisvagnar Akureyrar ganga samkvæmt áætlun en gengið er inn að aftan og fólk er beðið að virða fjarlægðarmörk um tvo metra.

Reglurnar sem gilda um Hlíðarfjall eru þessar:

Vegna tilmæla um tveggja metra fjarlægð milli manna er fólk beðið að virða þau mörk, hafa gott bil sín á milli og taka tillit til annarra.

Fólk er hvatt til að kaupa miða og fylla á kortin sín á netinu sem má gera á www.hlidarfjall.is. Eftir sem áður verður þó hægt að kaupa kort í miðasölulúgu Hlíðarfjalls en aðeins gegn rafrænum greiðslum.

Þjónustuhúsum hefur verið lokað. Aðgengi er að salernum bak við skíðaleiguna þar sem gestir eru beðnir að virða tveggja metra regluna eins og annars staðar.
Lyftuverðir munu fylgjast með öllum lyftum að venju en verða ekki í nánu samneyti við viðskiptavini vegna tveggja metra reglunnar. Ekki verður leyft að fjórir fari saman í stóla Fjarkans, aðeins einn fer í hverja sætaröð. Þó má foreldri fylgja barni sem er 10 ára eða yngra.

Mikilvægt er að reyna að dreifa aðsókn eins og kostur er. Því eru það vinsamleg tilmæli til fólks að það takmarki skíðatíma sinn við 2-3 klukkustundir.

Unnið er að nánari útfærslu á þessum reglum og mikilvægt er að fólk vinni saman, standi saman að því að láta allt ganga sem best.

Skíða- og brettaskóli verður ekki starfræktur og einnig er skíðaleigan lokuð.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan