Hjörtu gegn einelti

Mynd: Gunnar Björn Gunnarsson.
Mynd: Gunnar Björn Gunnarsson.

Árlegur baráttudagur gegn einelti var á miðvikudag í síðustu viku og nemendur og starfsmenn Síðuskóla létu ekki sitt eftir liggja. Allir fóru saman út á lóð og mynduðu tvö hjörtu með því að haldast í hendur. Stærra hjartað var myndað af nemendum en starfsfólk myndaði annað hjarta innan í því stóra.

"Við vildum með þessu sýna að við í skólanum stöndum saman gegn einelti af öllu tagi, erum góð hvert við annað og sýnum virðingu í samskiptum," segir Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri Síðuskóla.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan