Heimþráin troðin

Heimþráin troðin. Mynd: Ragnar Hólm.
Heimþráin troðin. Mynd: Ragnar Hólm.

Snjótroðarateymi Hlíðarfjalls hefur troðið skíðabraut frá Skíðagönguskálanum í Hlíðarfjalli og niður að Hálöndum. Brautin er kölluð Heimþráin og er rétt rúmlega tveggja km löng. Brautin verður troðin áfram næstu daga á meðan skilyrði leyfa.

Brýnt er fyrir fólki hér eins og annars staðar að fylgja í hvívetna tilmælum Almannavarna og Sóttvarnarlæknis um samkomubann og tveggja metra fjarlægðarmörk.

Njótum útiverunnar, sýnum umburðarlyndi, förum varlega og skemmtum okkur á skíðum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan