Heimsókn í Skógarlund

Vel fór á með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Margréti Ríkarðsdóttur forstöðumanni. Hér eru þær…
Vel fór á með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Margréti Ríkarðsdóttur forstöðumanni. Hér eru þær í verslun hæfingarstöðvarinnar og hafa sett á sig svuntur sem þar eru til sölu ásamt með fleiri munum.

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heimsótti í byrjun síðustu viku hæfingarstöðina í Skógarlundi til að kynna sér það góða starf sem þar er unnið.

Í Skógarlundi er veitt hæfing, félagsleg og starfsleg, þroskaþjálfun og iðjuþjálfun, með það að markmiði að styðja fólk til vikni og sjálfstæðis. Eitt meginmarkmið Skógarlundar er að fólk upplifi þar vellíðan og öryggi. Í Skógarlundi starfa þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, leikskólakennari í starfi sérfæðings, félagsliðar og fólk sem hefur ekki formlega fagmenntun en langa, mikla og víðtæka reynslu af starfi með fötluðu fólki, annars konar störfum á vinnumarkaði og í skóla lífsins.


Í Skógarlundi er lítið verslunarhorn þar sem hægt er að kaupa margskonar muni sem framleiddir eru af notendum. Má þar nefna muni sem unnir eru í gler, leir, pappír og textíl. Allir eru velkomnir í litlu verslunina á dagvinnutíma til að skoða og gera innkaup. Því miður er þó ekki hægt að greiða með kortum nema á hinum víðfræga jólamarkaði Skógarlundar.

Hér má lesa stutt ágrip af sögu Skógarlundar eftir Margréti Ríkarðsdóttur forstöðumann.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan