Heimsókn frá þýska sendiherranum

Fyrr í dag heimsótti Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi, Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra í Ráðhús Akureyrarbæjar.

Með í för var Stefanía Schulze frá þýska sendiráðinu en þau Dietrich eru hingað komin í tengslum við sýninguna HEIMAt sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á morgun og er sett upp í samvinnu við þýska sendiráðið á Íslandi.

Rætt var um mennta- og menningarmál, ferðaþjónustu og önnur atvinnumál, sem og hvar möguleikar liggja á frekara samstarfi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan