Heimsókn frá Martin í Slóvakíu

Bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Ingibjörg Isaksen tóku í gær á móti góðum gestum frá borginni Martin í Slóvakíu. Þetta voru Ján Danko borgarstjóri, Zuzana Kalmanová aðstoðarmaður borgarstjóra og Runólfur Oddsson konsúll.

Umræðuefni heimsóknarinnar var frekari samvinna á vettvangi menntunar- menningar- og íþróttamála og einnig í orku- og umhverfismálum.

Í Háskólanum í Martin er kennd læknisfræði og hefur skólinn verið í samstarfi síðustu ár við Menntaskólann á Akureyri með því að halda hér inntökupróf í læknisfræði og er hópur nemenda skólans við nám ytra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan