Heimsendur matur frá velferðarsviði - nýr þjónustuaðili

Hægt er að skoða úrval rétta og panta mat í gegnum heimasíðu Matsmiðjunnar.
Hægt er að skoða úrval rétta og panta mat í gegnum heimasíðu Matsmiðjunnar.

Um áramótin verður gerð sú breyting að heimsendur matur fyrir þjónustuþega heimaþjónustu velferðarsviðs (áður búsetusviðs) kemur frá Matsmiðjunni og hefst sú þjónusta 1. janúar 2021

Kaupendur á heimsendum mat geta þar með valið úr fjórum réttum daglega. Er um að ræða fisk- eða kjötrétt, „létt og hollt“ og grænmetisrétt og er þessi fjölbreytni stóraukið þjónustuframboð frá því sem verið hefur.

Sú breyting verður að fólk sér sjálft um að panta með því að hringja í síma 462-2253 eða senda tölvupóst á matsmidjan@matsmidjan.is. Á heimasíðu Matsmiðjunnar eru upplýsingar um þá rétti sem eru í boði hverju sinni og þar er einnig hægt að skoða matseðil vikunnar.

Matsmiðjan sendir matseðil til skráðra kaupenda á tveggja vikna fresti.

Starfsfólk velferðarsviðs Akureyrarbæjar mun áfram aðstoða við pantanir, sé þess óskað, í síma 460-1410.

Bréf með enn ítarlegri upplýsingum um fyrirkomulag næstu vikna og matseðli fyrir jól og áramót hefur verið sent til þeirra sem eru skráðir kaupendur á heimsendum mat.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan