Handverkshátíðin að Hrafnagili

 

Hin árlega handverkssýning að Hrafnagili var sett í gær að viðstöddu fjölmenni og var forseti Íslands á meðal gesta. Þetta er í tíunda sinn sem slík sýning er haldin og stendur hún í fjóra daga.

 

Handverkssýningar að Hrafnagili hafa í gegnum árin markað þá stefnu að vera vettvangur fyrir allt handverksfólk, hvort sem það er að sýna handverk sitt í fyrsta sinn eða er lengra komið í framleiðslu og markaðssetningu. Aðsókn að sýningunum hefur verið góð og hana sækja árlega þúsundir gesta víðsvegar af landinu. Sýningunni lýkur sunnudaginn 11. ágúst.

 

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?