Hálönd – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðis stækkar til vesturs að skipulagsmörkum 2. áfanga og þar gert ráð fyrir 11 nýjum lóðum auk göngstíga sem tengja svæðið við aðliggjandi stíga, útivistarsvæði og nýtt leiksvæði.
Hægt er að skoða tillöguna hér.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 19. ágúst 2020 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

8. júlí 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan