Halló páskar á Akureyri

Að venju er búist við miklum straumi fólks til Akureyrar um páskana. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli dregur marga til sín en þar verður skemmtileg dagskrá yfir hátíðarnar. Fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði þá er rétt að benda á að boðið er upp á þá nýjung að kaupa lyftumiða á netinu og fara beint í lyfturnar við komuna í fjallið!

Menningarlífið blómstrar og býður upp á sannkallaða listahátíð yfir páskahelgina. Má þar nefna HAM, Baraflokkinn, Sóla Hólm, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar á Græna hattinum, Matteusarpassíu Bachs sem flutt verður í Hofi á Skírdag, Sjeikspír eins og hann leggur sig í Samkomuhúsinu, Galdrakarlinn í OZ í Hofi auk þess sem söfn bæjarins verða opin yfir helgina. Tekið hefur verið saman yfirlit um allt það helsta sem um er að vera um páskana á Akureyri og einnig er fólk minnt á að skoða viðburðadagatalið á visitakureyri.is!

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan