Hafnarstræti 87-89 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Skýringarmynd
Skýringarmynd

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit, Akureyri, fyrir Hafnarstræti 87-89.

Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarreitur við Hafnarstræti 87-89 sé stækkaður og að núverandi byggingar, klósett og undirgöng verði innan skilgreinds byggingarreits, byggingarmagn verði aukið um 70-90 m2 ásamt því að núverandi undirgöngum verði lokað og þau nýtt í nýrri byggingu. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður einnig aukið og verður 2,5 eftir breytinguna.
 
 

Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 29. maí - 11. júlí 2024. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu bæjarins á sama tíma: www.akureyri.is - neðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur og á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is undir málsnúmeri : 273/2024.

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is, bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á Skipulagsgátt.

Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur til 11. júlí 2024.

29. maí 2024.
Skipulagsfulltrúi

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan