Hafnarstræti 80 - lóð fyrir hótel

Mynd úr deiliskipulagi svæðisins.
Mynd úr deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagssvið Akureyrarbæjar auglýsir lausa til umsóknar lóð fyrir hótel að Hafnarstræti 80.

Gert er ráð fyrir 2½ - 3½ hæða byggingu, lóðarstærð er 2.910 fermetrar og byggingarmagn 5.910 fermetrar.

Hér má skoða deiliskipulag fyrir svæðið miðað við nýjustu breytingar. Meðal skilmála er krafa um gönguleið frá lóðinni og að komið verði fyrir að lágmarki 20 bílastæðum innan lóðar, en val er um bílageymslu í kjallara. Deiliskipulag fyrir Drottningarbrautarreit í heild ásamt greinargerð má nálgast í kortasjá Akureyrarbæjar, með því að haka í reitinn „skipulag" til hægri í stikunni.

Eingöngu er hægt að sækja um lóðina rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar undir umsóknir – skipulagsmál og lóðarumsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2020.

Til að umsókn teljist gild þarf umsækjandi að vera í skilum við bæjarsjóð og fyrirtæki þurfa að leggja fram staðfestingu á greiðslugetu frá sínum viðskiptabanka. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum umsækjenda um byggingaráform og samræmi þeirra við skipulagsskilmála.

Nánari upplýsingar um almenna byggingarskilmála, reglur um úthlutun lóða, gjaldskrár og fleira má finna hér á heimasíðunni.

Mynd af svæðinu í tengslum við skipulagsgerðina.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan