Gullvetur að baki í íþróttalífinu á Akureyri

Í gær lauk blaktímabilinu og um leið náði KA sögulegu afreki með því að verða fyrsta félagið til að verða handhafi Íslands-, deildar- og bikarmeistaratitlanna karla og kvenna á sama tímabili. Árangurinn var ekki síðri hjá Skautafélagi Akureyrar í vetur þar sem karla- og kvennalið félagsins sigruðu öll mót ársins í íshokkí, þ.e. bæði Íslands- og deildarmeistarar og karlaliðið vann einnig bikarmeistaratitilinn.

Hér er því sannarlega um sögulegt afrek að ræða þegar tvö félög frá Akureyri eru handhafar allra þessarra meistaratitla á sama tíma.

Akureyrarbær óskar þessu frábæra íþróttafólki og öllum sem að þeim standa til hamingju með glæsilega áfanga og jafnframt góðs árangurs í framtíðarverkefnum.

Til hamingju Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan