Í dag verður markaður haldinn í félagsmiðstöðinni Sölku við Víðilund 22.
„Við fundum gull og gersemar í tiltekt í Sölku nú í janúar, og vonum að þau eignist ný heimili,“ segir Birna Guðrún Baldursdóttir, forstöðumaður tómstundamála hjá Akureyrarbæ.
Markaðurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 15. Gestir geta notið kaffihúsastemningar og almennrar gleði í góðum félagsskap.
„Öll eru hjartanlega velkomin og þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér félagsmiðstöðina í leiðinni,“ bætir Birna Guðrún við.