Greining á samsetningu og uppruna svifryks

Svifryksmengun getur aukist á köldum og þurrum vetrardögum.
Svifryksmengun getur aukist á köldum og þurrum vetrardögum.

Sýnataka er hafin vegna rannsóknar á efnasamsetningu og uppruna svifryks á Akureyri. Þetta er samstarf verkfræðistofunnar Eflu og Akureyrarbæjar.

Niðurstöður verða bornar saman við samsetningu svifryks í Reykjavík og út frá því verður meðal annars reynt að meta áhrif negldra hjólbarða, mismunandi hálkuvarnarefna og annarra aðgerða. Að auki verða skoðuð tengsl við veðurfar og mismunandi malbikstegundir.

Markmiðið er að safna betri og áreiðanlegri upplýsingum en nú liggja fyrir um svifryk og mengun sem af því stafar og greina hvers vegna styrkur svifryks fer yfir heilsuverndarmörk.

Efla, í samvinnu við Akureyrarbæ, fékk síðastliðið vor rannsóknarstyrk frá Vegagerðinni vegna verkefnisins en Norðurorka styður einnig við það fjárhagslega.

Sýni verða tekin á Akureyri næstu mánuði. Stefnt er að því að sækja um áframhaldandi styrk vegna verkefnisins og ná þannig að greina gögn sem ná yfir heilt ár.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan