Gránufélagsgata 22 - Lóð laus til úthlutunar

Akureyrarbær auglýsir lausa til úthlutunar lóðina Gránufélagsgötu 22 á Oddeyri.

Um er að ræða 407,13 m² lóð þar sem byggja má einbýlishús á tveimur hæðum. Innan lóðarinnar er í dag steinsteypt smiðja frá 1915 sem nýtur verndar vegna aldurs. Er kvöð um endurbyggingu smiðjunnar og skal hafa samráð við Minjastofnun Íslands um útfærslu og breytingar. Smiðjan getur orðið hluti íbúðar eða nýst sem geymsla/hjólageymsla eða vinnustofa.

Skila þarf inn umsókn um lóðina í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar fyrir kl. 12 fimmtudaginn 4. júlí n.k.

Nánari upplýsingar er að finna hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan