Græna karfan og brúna tunnan - nýjar leiðbeiningar

Græna karfan og brúna tunnan fyrir lífrænan úrgang
Græna karfan og brúna tunnan fyrir lífrænan úrgang

Akureyringar hafa löngum verið í fararbroddi á Íslandi þegar kemur að því að f­lokka úrgang frá fyrirtækjum og heimilum og veitir sveitarfélagið mikla og góða þjónustu þegar kemur að fl­okkun og endurvinnslu.

Stórt skref var tekið með tilkomu Moltu ehf., sem tekur á móti lífrænum úrgangi og jarðgerir og í dag er um 80% af öllum lífrænum úrgangi á Norðurlandi breytt í moltu.

Á heimasíðu Akureyrarbæjar er nú hægt að finna leiðbeiningar frá Moltu á íslensku, ensku og pólsku, um hvað má fara í grænu körfuna og brúnu tunnuna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan