Gögn sem varða byggingar- og skipulagsmál á island.is

Frá og með 15. maí 2023 eru gögn frá byggingarfulltrúa og skipulagsráði, afgreiðsla erinda, grenndarkynningar og upplýsingar um önnur sértæk skipulagsmál, birt í pósthólfum þeirra sem málið varðar á island.is.

Slík birting fer eftir lögum nr. 105/2021 um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda.

Allir einstaklingar með íslenska kennitölu, sem og lögaðilar sem skráðir eru í fyrirtækjaskrá, eiga nú þegar pósthólf á island.is. Gögn frá byggingarfulltrúa og skipulagsráði sem varða viðkomandi má nálgast með því að skrá sig inn á island.is en einnig er mjög handhægt að hlaða niður smáforriti (appi) frá island.is sem veitir aðgang að gögnum frá opinberum stofnunum.

Næstu sex mánuði verður þessi aðferð viðbót við núverandi tilhögun (ábyrgðarbréf eða tölvupóstur) en eftir það verða gögnin eingöngu birt í pósthólfum einstaklinga og lögaðila á island.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan