Glerártorg og nánasta umhverfi - Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Hugmynd að uppbyggingu í kringum Glerártorg
Hugmynd að uppbyggingu í kringum Glerártorg

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Svæðið sem breytingin nær til afmarkast af götunum Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg. Stærð svæðisins er um 9 ha.

Nú liggur fyrir skipulagslýsing þar sem fram kemur hvaða áherslur bæjarstjórn hefur við skipulagsvinnuna, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verður háttað.

Deiliskipulagsuppdrátt má nálgast hér og fleiri skýringarmyndir hér.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skipulagslýsinguna og senda inn ábendingar, þar sem nafn, heimilisfang og kennitala kemur fram, annað hvort með tölvupósti á skipulag@akureyri.is, bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9 eða í gegnum Skipulagsgátt: www.skipulagsgatt.is (málsnr. 717/2024).

Frestur til að senda inn ábendingar er til 4. júlí 2024.

Skipulagsfulltrúi

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan