Gjöld í leik- og grunnskólum miðað við skerta þjónustu

Glerárskóli á Akureyri.
Glerárskóli á Akureyri.

Ákveðið hefur verið að engir reikningar verði sendir út vegna skólavistunar og skólamáltíða í grunnskólum fyrir apríl og að ritarar haldi utan um leiðréttingar vegna skertrar þjónustu frá 16.-31. mars 2020. Ekki verður endurgreitt vegna skertar þjónustu heldur horft til þess að inneign gangi upp í þjónustu síðar á skólaárinu.

Leikskólagjöld vegna aprílmánaðar 2020 taka breytingum í samræmi við veitta þjónustu, þ.e. ef barn er annað hvern dag í leikskólanum er innheimt 50% gjald. Þurfi að loka leikskóla fyrir öllum öðrum en forgangshópi er ekki innheimt gjald fyrir þá sem verða fyrir lokun. Þá er ekki innheimt gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi nær til. Niðurfellingin fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/eða reglubundin. Nauðsynlegt er að tilkynna fjarveruna til skólastjórnenda viðkomandi leikskóla. Leiðrétting á skertri þjónustu vegna marsmánaðar fer fram samhliða útgáfu á reikningi vegna aprílmánaðar.

Greiðsluseðlar vegna aprílmánaðar í Tónlistarskólanum verða ekki sendir út fyrr en ljóst er hvernig kennslu verður háttað þar næstu vikurnar.

Grundvallaratriði er að ekki er innheimt fyrir þjónustu sem ekki er innt af hendi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan