Gjaldtaka á bílastæðum – staða innleiðingar

Unnið er að uppsetningu nýrra skilta og merkinga í miðbæ Akureyrar í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum. Skilti með upplýsingum um bílastæðaklukkur hafa hins vegar verið fjarlægð og er slíkt fyrirkomulag þar með ekki lengur í gildi.

Undirbúningur rafrænna greiðslulausna er á lokametrunum og er fólk hvatt til að kynna sér þjónustu EasyPark og Parka sem bjóða upp á slík smáforrit (öpp) í snjallsíma.

Gjaldtakan verður auglýst á næstu dögum, þegar allar merkingar eru komnar á sinn stað og hægt verður að nota greiðsluöppin. Athugið að ekki er enn búið að virkja öppin fyrir gjaldskyld bílastæði á Akureyri. 

Eins og áður hefur komið fram verður fólki gefinn aðlögunartími og verða ekki lagðar á stöðumælasektir fyrr en allur búnaður er kominn í notkun, þar með taldir þrír stöðumælar (greiðslustaurar) sem eru væntanlegir í lok febrúar.

Smelltu hér til að skoða nýtt vefsvæði bifreiðastæðasjóðs, þar sem er að finna allar helstu upplýsingar um bílastæði, gjaldskyldu, stöðvunarbrotagjöld, fastleigukort og fleira.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan