Gilið lokað til klukkan átta

Góð stemning var í Listagilinu þegar Ísland lék gegn Argentínu og hún verður enn betri í dag.
Góð stemning var í Listagilinu þegar Ísland lék gegn Argentínu og hún verður enn betri í dag.

Leikur íslenska landsliðsins gegn Nígeríu á HM í knattspyrnu í Rússlandi verður sýndur beint á risaskjá í Listagilinu kl. 15 í dag. Af þeim sökum hefur verið lokað fyrir umferð ökutækja um gilið og verður svo til kl. 20 í kvöld.

Gríðarleg stemning er fyrir leiknum um land allt og víðast þar sem því verður við komið er vinna lögð niður meðan á honum stendur.

Akureyringar eru hvattir til að upplifa stemninguna í Listagilinu í brakandi blíðu og njóta leiksins. Velkomið er að mæta með stóla ef fólk vill sitja en svo er líka gaman að fagna standandi. Minnt er á að þetta er reyklaust svæði. Göngum snyrtilega um bæinn okkar og skiljum ekki eftir rusl.

Fylgist með viðburðinum á Facebook þar sem verða skráðar tilkynningar eftir því sem þurfa þykir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan